Hvað gerum við

Fyrirtækjaþjónusta Reykjavík Capital einbeitir sér að vinnu fyrir einkum lítil og meðalstór fyrirtæki auk þess að vinna fyrir fagfjárfesta svo sem lífeyrissjóði. Við aðstoðum eigendur og stjórnendur fyrirtækja við að skapa aukið verðmæti í rekstri fyrirtækja svo sem með:

  • aðstoða við stefnumótunarvinnu
  • framkvæmd umbreytingarverkefna og innleiðingu nýrrar stefnu
  • fjárhagslega endurskipulagningu á rekstri fyrirtækja
fyrirtaekjathjonusta
home-05

Við aðstoðum einnig eigendur og stjórnendur fyrirtækja við breytingar á: eignarhaldi fyrirtækja, fjármagnsskipan fyrirtækja og kaup og sölu fyrirtækja.

  • Verðmat á fyrirtækjum eða einstökum fyrirtækjaeiningum
  • Greiningu á mögulegum kaup- og sölutækifærum, hér heima og erlendis
  • Aðstoð við leit að mögulegum kaupendum eða seljendum
  • Aðstoða og leiðbeina við samningagerð, verðlagningu og aðkomu lykil stjórnenda
  • Aðstoða við hlutafjáraukningu í fyrirtækjum
  • Aðstoða við sameiningar á fyrirtækjum
  • Hafa yfirumsjón með gerð áreiðanleikakannanna vegna kaupa eða sameininga á fyrirtækjum
  • Aðstoða við fjármögnun fyrirtækja, svo sem skuldsettar yfirtökur
  • Aðstoða við fjárhagslega endurskipulagningu

Þjónusta við fjármögnun

Reykjavík Capital hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við fjölmarga erlenda banka vegna fjármögnunar á verkefnum. Þjónusta Reykjavík Capital varðandi fjármögnun felst m.a. í eftirfarandi:

  • Mat á fjármögnunarkostum
  • Útbúa beiðnir vegna fjármögnunar til mögulegra lánveitenda
  • Samskipti við lánastofnanir fyrir hönd viðskiptavina
  • Mat á lánstilboðum
home-01
home-06

Þjónusta við lífeyrissjóði

Reykjavik Capital býður lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum sem fjárfesta í sjóðum upp á óháð mat og vinna ítarlegar úttektir og skýrslur á fjárfestingarárangri, svo sem sögulegum árangri einstakra sjóða og sjóðsstjóra sem þeir hafa eða hyggjast fjárfesta peninga sína í/hjá. Mælingar á fjárfestingaárangri fela í sér mat á árangri einstakra fjárfestingaleiða, þar sem tölfræðilegt mat er lagt á árangur og hann borin saman við þá áhættu sem í fjárfestingarstefnunni felst. Þá er einnig lagt mat á árangur einstakra fjárfestingastjóra í samanburði við aðra og fyrirframákveðna fjárfestingastefnu.