Reykjavík Capital
Framsækið alþjóðlegt fyrirtæki sem veitir þjónustu til fyrirtækja og stjórnenda þeirra.
Fyrirtækið
Reykjavík Capital ehf. er framsækið alþjóðlegt fyrirtæki sem veitir þjónustu til fyrirtækja og stjórnenda þeirra á tveimur megin sviðum. Í fyrsta lagi þá aðstoðum við fyrirtæki og stjórnendur þeirra við fjármálastjórn og fjárfestingagreiningar og í öðru lagi þá veitum við ráðgjöf varðandi stjórnenda- og starfsmannaþjálfun. Við leggjum ríka áherslu á að byggja upp traust og árangursríkt samband við viðskiptavini okkar, þar sem trúverðugleiki og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Starfsmenn
Umsagnir
Reykjavík Capital ehf. vann á sínum tíma fyrir okkur verðmat og kynningu á fyrirtækinu. Sú vinna var í alla staði fagmannlega unnin og samstarfið við starfsmenn RC ánægjulegt.
Rögnvaldur Guðmundsson
Stjórnarformaður Hreinsitækni
Laxar fiskeldi ehf leituðu fyrst eftir þjónustu Reykjavik Capital árið 2012. Félagið hefur frá þeim tíma veitt okkur margvíslega fjármálaþjónustu á borð við verðmat og aðstoðað við sölu hlutabréfa. Okkar upplifun af viðskiptunum er fyrst og fremst traust og áreiðanleiki.
Einar Örn Gunnarsson
Stofnandi Laxa fiskeldis ehf
Arnar Bjarnason hjá Reykjavík Capital ehf. hefur unnið að fjölda verkefna fyrir okkur í gegnum árin, varðandi fjármögnun, verðmöt og fleira. Við erum ánægðir samvinnuna sem hann hefur sinnt af fagmennsku og trúnaði.
Sigfús Ingimundarson
Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Hofs, eiganda Miklatorgs ehf
Persónuleg og hnitmiðuð þjónusta, þar sem viðskiptavinurinn nýtur víðtækrar reynslu og yfirgripsmikillar þekkingar RC á rekstri og ráðgjöf.
Ólöf Ýr Lárusdóttir
Forstjóri og annar eigenda Vélfags ehf
Arnar Bjarnason var Matís til ráðgjafar við sölu á 60% hlut í Marinox til írskra fjárfesta árið 2015. Arnar var fljótur að sjá aðalatriðin við rekstur Marinox og var ráðgjöf hans mjög gagnleg í söluferlinu.