Fyrirtækið

Reykjavík Capital ehf. er framsækið alþjóðlegt fyrirtæki sem veitir þjónustu til fyrirtækja og stjórnenda þeirra á tveimur megin sviðum. Í fyrsta lagi þá aðstoðum við fyrirtæki og stjórnendur þeirra við fjármálastjórn og fjárfestingagreiningar og í öðru lagi þá veitum við ráðgjöf varðandi stjórnenda- og starfsmannaþjálfun. Við leggjum ríka áherslu á að byggja upp traust og árangursríkt samband við viðskiptavini okkar, þar sem trúverðugleiki og fagmennska eru í fyrirrúmi.

about-us

Starfsmenn

Dr. Arnar Bjarnason

Ph.D. (Edinburgh), MBA (Aston), Cand-Oceon (Iceland)

Stundaði nám í hagfræði við Háskóla Íslands frá 1981-1985 og lauk þaðan Cand-Oceon gráðu. Starfaði samhliða námi við Háskóla Íslands sem bókari hjá IBM á Íslandi og síðan sem fjármálastjóri Ferðaskrifstofunar Úrvals frá 1985-1986 eða þar til hann hóf nám við Aston University í Birmingham í Englandi, þaðan sem hann lauk MBA gráðu árið 1987. Arnar starfaði síðan um 1 árs skeið sem fjármálastjóri Bílaborgar (MAZDA umboðið á Íslandi) þar til hann var ráðin forstöðumaður alþjóðasviðs Verslunarbanka Íslands haustið 1988.

Arnar starfaði hjá Verslunarbankanum og síðar Íslandsbanka til ársins 1991 þegar hann hóf doktorsnám við Edinborgarháskóla í Skotlandi, þaðan sem hann útskrifaðist með doktorsgráðu (Ph.D.) í júlí 1994. Doktorsritgerð Arnars fjallaði um útflutnignshegðun og alþjóðavæðingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og bar heitið á frummálinu: “Export og Die. The Icelandic Fishing Industry: the Nature and Behavior of its Export Sector”.

Árin 1994-1996 starfaði Arnar sem fjármálastjóri Ferðaskrifstofu Íslands en hóf störf sem framkvæmdastjóri Viðskiptastofu SPRON árið 1997 og síðar sem framkvæmdastjóri fjármálsasviðs SPRON, þar sem hann starfaði til ársins 2004. Frá árinu 2004 hefur Arnar starfað sem framkvæmdastjóri Reykavík Capital ehf.  Arnar hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, svo sem: Landsvirkjunar, ALCAN á Íslandi, ICEMART, Ingvars Helgasonar hf., Netbankans hf., Frjálsa fjárfestingarbankans hf., BYR sparisjóðs og Bæjar hf. sem á og rekur Icelandair Hótel Klaustur.

Árin 2005-2008, starfaði Arnar sem prófessor í fjármálum og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst en hafði árin þar á undan m.a. starfað sem stundakennari við Edinborgarháskóla í Skotlandi og Háskóla Íslands. Arnar lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2001.

team-02

Netfang: amp@reykjavik-capital.is

Simi: +354 895 5299

Anna María Pétursdóttir

B.Ed (Iceland), Dipl. (Iceland), M.Sc Occ.Psych (Hertfordshire), M.Sc Finance (Bifrost)

Stundaði nám í list og verkgreinum við Kennaraháskóla Íslands frá 1984-1987 og lauk þaðan kennaraprófi.  Starfaði samhliða námi sem flugfreyja hjá Icelandair. Kenndi í Reykjavík og á landsbyggðinni frá 1987-1992.  Hóf nám í náms- og starfsráðgjöf við Hákskóla Íslands 1995 og lauk þaðan diplóma námi 1996. Hóf meistaranám við University of Hertfordshire 1998 og lauk  MSc gráðu í vinnusálfræði árið 1999. Anna María starfaði frá 1999-2001 sem ráðgjafi hjá PricewaterHouseCoopers þar til hún var ráðin starfsmannastjóri Seðlabanka Íslands árið 2001, þar sem hún starfaði til ársins 2006.  Árið 2003 öðlaðist Anna María viðurkenningu sem markþjálfi fyrir stjórnendur frá „Center for Ledelse“ í Danmörku og árið 2007, lauk Anna María M.Sc. prófi í viðskiptum og fjármálum frá Háskólanum á Bifröst. Meistararitgerð Önnu Maríu fjallaði um hagkvæmni á kristalræktun CVD demanta á Íslandi.   

Árið 2007 tók Anna María við starfi framkvæmdastjóra starfsmannasviðs hjá Vífilfell hf (Coca Cola á Íslandi) og tímabilið 2014-2015 starfaði hún sem starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar. Undanfarin 10 ár hefur Anna María unnið  að fjölmörgum verkefnum á sviði opinnar nýsköpunnar í samvinnu við NordForsk sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Verkefnin fellst aðallega í að koma á samvinnu milli opinberra stofnanna, fyrirtækja og notenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum, varðandi nýsköpun.   Betri nýting orkugjafa og nýsköpun í heilbrigðisgeiranum hafa verið megin áhersla þessara verkefna. Anna María hefur einnig kennt bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og skrifað fjölda greina á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði og nýsköpunar. Anna María hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og situr í dag í stjórn Bæjar hf. sem á og rekur Icelandair Hótel Klaustur.