Leiðtogaþjálfun

Leiðtogaþjálfun Reykjavik Capacent er grundvölluð á víðtækri reynslu okkar á þessu sviði bæði í einkafyrirtækjum og opinberum fyrirtækjum þar sem við höfum m.a. þróað módel sem hefur það að markmiði að aðstoða leiðtoga við að ná persónulegum- og starfstengdum markmiðum. Í Leiðtogaþjálfun okkar leggum við m.a. áherslu á:

  • Auka sjálfsvitneskju
  • Samskiptafærni
  • Þekking á ferlum við að ná markmiðum fyrirtækisins
  • Lykilþætti í mannauðsstjórnun
unnamed (3)
pexels-photo-546275

Markþjálfun & þróun einstaklinga

Markmiðið með markþjálfun er að bæta færni og aðstoða einstaklinga að öðlast betri skilning á sjálfun sér og öðrum. Einstaklingar sem nýta sér markþjálfun læra aðferðir til að ná markmiðum sínum hraðar, leysa flókin vandamál betur og bæta frammistöðu sína. Í markþjálfunarkerfinu mun sérhver þátttakandi læra að skoða eigin stíl og hæfileika ásamt því að byggja upp nýja færni.

Markþjálfun Reykjavík Capital aðstoðar fólk að skapa sér framtíðarsýn, taka af skarið og ná settum markmiðum. Hentar einstaklingum sem vilja ná meiri árangir í starfi, skýrari fókus og afkasta meiru.

Að leiða teymi til áhrifa

Áhrifaríkur leiðtogi þarf hæfni til að leiða teymi að sameiginlegum markmiðum og skapa sýn. Leiðtogar verða að tileinka sér þrjá þætti til að byggja upp árangursrík teymi: samvinnu, traust og áreiðanleika.

  • Sýna hluttekingu og áhuga á árangri teyma
  • Byggja upp traust, sameiginlega ábyrgð og úrlausn ágreinings
  • Hafa áhrif innan fyrirtækisins til að ná betri árangri
pexels-photo-416405